Þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk til liðs við norsku meistarana Brann í síðasta mánuði rak ég upp stór augu. Ég hafði aldrei heyrt Brann, þetta gamalgróna félag í Bergen, orðað við kvennafótbolta. Hvað þá að það væri norskur meistari.
En það gerðist einmitt núna í desember að Brann tók yfir lítið nágrannafélag, Sandviken, sem hafði mjög óvænt orðið norskur meistari 2021 með glæsibrag.
Þetta er hluti af þróun sem hefur verið í gangi út um alla Evrópu síðustu árin. Stóru félögin sem ekki hafa sinnt kvennafótbolta vöknuðu upp við vondan draum og sáu að þau voru að dragast aftur úr með því að taka ekki þátt í gríðarlegum breytingum og stórauknum vinsældum íþróttarinnar í kvennaflokki.
Í Noregi hefur þetta verið áberandi. Stabæk tók við af Asker, Lilleström tók við af Strömmen og Rosenborg tók við af Trondheims-Örn.
Á Spáni lét Real Madrid undan þrýstingi og yfirtók lítið kvennafélag, Tacón, sem var nýliði í efstu deild.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.