Real Madrid féll í gærkvöld út úr spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu og þar með verður hvorugt stórveldanna á Spáni með þegar undanúrslit keppninnar verða leikin
Baskaliðið Athletic Bilbao tók á móti Real Madrid í síðasta leik átta liða úrslitanna í gærkvöld og sigraði 1:0. Álex Berenguer skoraði sigurmarkið þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.
Bilbao hefur þar með lagt bæði stórveldin að velli en liðið vann Barcelona 3:2 á heimavelli í sextán liða úrslitunum.
Fyrr um kvöldið vann Real Betis stórsigur á Real Sociedad á útivelli, 4:0, og áður höfðu Valencia og Rayo Vallecano tryggt sér sæti í undanúrslitum.