Fyrsta mark tímabilsins kom í sigri

Aron Einar Gunnarsson skoraði í dag.
Aron Einar Gunnarsson skoraði í dag. AFP

Al-Arabi hafði betur gegn Al Shamal í efstu deild Katar í fótbolta í dag, 4:2.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi og hann gerði fyrsta mark liðsins á 25. mínútu er hann jafnaði í 1:1. Markið er það fyrsta sem Aron skorar í deildinni í 16 leikjum.  

Al-Arabi er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 17 leiki. Aron er á sínu þriðja tímabili með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfaði liðið frá 2018 en lét af störfum síðasta sumar. Þá lék Birkir Bjarnason með liðinu árið 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert