Hólmbert gæti snúið aftur til Noregs

Hólmbert Aron Friðjónsson
Hólmbert Aron Friðjónsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson er væntanlega á förum frá þýska félaginu Holstein Kiel en hann hefur lítið fengið að spila síðan hann kom til Þýskalands frá Brescia á Ítalíu síðasta sumar. 

Fótbolti.net greinir frá að framherjinn sé í viðræðum við Lilleström í Noregi. Hólmbert kom til Holstein Kiel fyrir þessa leiktíð en hefur aðeins spilað fjóra deildarleiki og einn bikarleik á leiktíðinni. Þá hefur hann ekki verið í leikmannahópi liðsins í síðustu fjórum deildarleikjum.

Hólmber sló á sínum tíma í geng með Álasundi í Noregi þar sem hann skoraði t.a.m. 20 mörk í 30 deildarleikjum í B-deildinni árið 2018 og 11 mörk í 15 leikjum í efstu deild árið 2020. Hólmbert hefur leikið sex A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim tvö mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert