Suður-Kórea varð í vikunni fimmtánda þjóðin til að tryggja sér keppnisrétt á heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem fer fram í Katar dagana 21. nóvember til 18. desember. Tíu Evrópuþjóðir, tvær Asíuþjóðir og tvær Suður-Ameríkuþjóðir eru komnar með HM-sæti ásamt gestgjöfunum, Katarbúum.
Enn er því eftir að útkljá sautján sæti og mörg þeirra munu komast á hreint í lok mars en þau síðustu ekki fyrr en í júnímánuði.
Sætin 32 skiptast þannig að Evrópa fær 13, Afríka 5, Asía 5 (Katar eitt þeirra), Suður-Ameríka 4, Norður- og Mið-Ameríka 3. Þá er leikið um tvö síðustu sætin í umspili á milli fjögurra heimsálfa.
Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.