Albert beint í hópinn hjá Genoa

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á varamannabekk Genoa þegar liðið sækir José Mourinho og lærisveina hans í Roma heim í ítölsku A-deildinni í dag.

Albert samdi við Genoa síðastliðinn mánudag eftir þriggja og hálfs árs dvöl hjá hollenska liðinu AZ Alkmaar.

Komi hann inn á í leik dagsins verður það fyrsti leikur hans í ítölsku A-deildinni. Albert yrði þá áttundi íslenski knattspyrnumaðurinn til að spila í deildinni í karlaflokki og sá fyrsti til að spila fyrir Genoa.

Leikur Roma og Genoa hefst klukkan 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert