Bayern vann í fimm marka leik

Leikmenn Bayern fagna í kvöld.
Leikmenn Bayern fagna í kvöld. AFP

Bayern München vann sinn þriðja leik í röð í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld er liðið lagði RB Leipzig í skemmtilegum leik í Bæjaralandi, 3:2.

Thomas Müller kom Bayern yfir á 12. mínútu en André Silva jafnaði á 27. mínútu. Bayern fór hinsvegar með 2:1-forskot í hálfleik því Robert Lewandowski skoraði þriðja mark leiksins á 44. mínútu.

Christopher Nkunku jafnaði aftur fyrir Leipzig á 53. mínútu en liðsfélagi hans Josko Gvardiol skoraði sjálfsmark á 58. mínútu sem reyndist að lokum sigurmarkið.

Bayern er í toppsætinu með 52 stig, níu stigum á undan Dortmund. Leipzig er í sjöunda sæti með 31 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert