Elías sá rautt eftir níu mínútur

Elías Már Ómarsson var snöggur að næla sér í rautt …
Elías Már Ómarsson var snöggur að næla sér í rautt spjald. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dunkerque hafði betur gegn Nimes á útivelli í frönsku B-deildinni í fótbolta í kvöld, 1:0. Elías Már Ómarsson reyndist skúrkur Nimes.

Framherjinn byrjaði á bekknum og kom inn á hjá Nimes á 58. mínútu. Aðeins níu mínútum síðar var hann búinn að fá beint rautt spjald og sex mínútum eftir það skoraði Dunkerque sigurmarkið. Nimes er í 8. sæti deildarinnar með 32 stig.

Árni Vilhjálmsson lék sinn fyrsta leik með Rodez í sömu deild er liðið gerði markalaust jafntefli við Valenciennes á heimavelli. Árni kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og nældi sér í gult spjald tíu mínútum síðar. Rodez er í 10. sæti deildarinnar með 29 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert