Giroud hetjan í borgarslagnum

Olivier Giroud var hetja AC Milan.
Olivier Giroud var hetja AC Milan. AFP

AC Milan er með montréttinn í Mílanóborg eftir 2:1-sigur á Inter Mílanó í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Liðin leika á sama leikvangi en leikurinn var heimaleikur meistaranna í Inter.

Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Perisic kom Inter Mílanó yfir á 38. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Olivier Giroud, fyrrverandi framherji Chelsea og Arsenal, jafnaði á 75. mínútu og hann skoraði sigurmarkið aðeins þremur mínútum síðar.

Theo Hernández hjá AC Milan fékk beint rautt spjald í uppbótartíma en það kom ekki að sök. 

Þrátt fyrir úrslitin er Inter Mílanó enn í toppsætinu með 53 stig, einu stigi á undan AC Milan í öðru sæti og með leik til góða. Napólí er í þriðja sæti með 49 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert