Heimamenn tóku bronsið eftir ótrúlegan leik

Leikmenn Kamerún fagna í kvöld.
Leikmenn Kamerún fagna í kvöld. AFP

Heimamenn í Kamerún tryggðu sér í kvöld þriðja sætið á Afríkumótinu í fótbolta með sigri á vítakeppni á Búrkína Fasó. Búrkína Fasó komst í 3:0 í venjulegum leiktíma en Kamerún tókst að jafna og síðan vinna í vítakeppninni.

Steeve Yago kom Búrkína Faso yfir á 24. mínútu og André Onana, markvörður Kamerún, skoraði sjálfsmark á 43. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0. Djibril Outtara bætti við þriðja markinu á 49. mínútu og stefndi allt í þægilegan sigur Búrkína Fasó.

Kamerún neitaði hinsvegar að gefast upp og Stéphane Bahoken minnkaði muninn á 71. mínútu. Þá var komið að Vincent Aboubakar, markahæsti leikmanni mótsins, en hann breytti stöðunni í 3:2 á 85. mínútu og jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar.

Ekki er leikin framlenging í leiknum um þriðja sætið og því var farið beint í vítakeppni. Þar skoraði Kamerún úr fimm spyrnum en Búrkína Fasó aðeins úr þremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert