Landsliðskona til Mexíkó

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í leik með íslenska A-landsliðinu.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í leik með íslenska A-landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin í raðir mexíkóska félagsins Club América.

Andrea Rán lék síðast fyrir Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni en fékk fá tækifæri þar.

Áður hafði hún leikið með Le Havre í frönsku 1. deildinni og þar áður um árabil með Breiðabliki hér á landi.

„Ég er mjög spennt. Ég vil fá að kynnast fótboltanum betur hérna. Ég hef verið að fylgjast með og finnst sem fótboltinn hér sé frábær, það er alvöru fótbolti spilaður hérna,“ sagði Andrea Rán í kynningarmyndbandi sem Club América birti á youtube-rás sinni.

Andrea Rán er 26 ára miðjumaður sem á 12 A-landsleiki að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert