Lygileg tölfræði United í vítaspyrnukeppnum í bikarnum

Leikmenn Manchester United niðurlútir eftir tapið fyrir Middlesbrough í gær.
Leikmenn Manchester United niðurlútir eftir tapið fyrir Middlesbrough í gær. AFP

Manchester United var slegið út af Middlesbrough í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Vítaspyrnukeppni þurfti til og er árangur United í bikarnum þegar grípa þarf til slíkrar ekki öfundsverður.

Enska bikarkeppnin er sú elsta í heiminum, 151 árs, og United var stofnað fyrir 144 árum, þá sem Newton Heath.

Á þessum 144 árum sem United hefur verið til hefur liðið aldrei unnið í vítaspyrnukeppni í ensku bikarkeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert