Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, getur ekki stýrt liðinu í dag þegar liðið fær C-deildarlið Plymouth í heimsókn í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar þar sem hann hefur greinst með kórónuveiruna.
Þessu greindi félagið frá á twitteraðgangi sínum í morgun.
Tuchel tests positive for Covid-19. ⤵️
— Chelsea FC (@ChelseaFC) February 5, 2022
Leikur Chelsea og Plymouth hefst klukkan 12.30 í dag.
Leikmannahópur og starfslið Chelsea mun fljúga til Abú Dabí eftir leikinn síðar í dag þar sem þátttaka í heimsmeistarakeppni félagsliða bíður.
Tuchel er nú í einangrun vegna smitsins en vonast til þess að geta komið til móts við liðið þegar líða tekur á næstu viku.