Dregið var í 16-liða úrslit í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu karla í hádeginu í dag. Í aðeins einni viðureign drógust úrvalsdeildarlið saman þó möguleiki sé á einni til viðbótar.
Úrvalsdeildarliðin Southampton og West Ham United munu etja kappi.
Liverpool og Cardiff City eigast nú við og fari svo að Liverpool vinni þá viðureign fær liðið úrvalsdeildarliðið Norwich City í heimsókn á Anfield.
Í öllum hinum viðureignunum sem eru þegar ljósar mætast úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og möguleiki er á tveimur slíkum viðureignum til viðbótar.
Drátturinn í heild sinni:
Luton Town - Chelsea
Crystal Palace - Stoke City
Peterborough United - Manchester City
Liverpool eða Cardiff City - Norwich City
Southampton - West Ham United
Middlesbrough - Tottenham Hotspur
Nottingham Forest eða Leicester City - Huddersfield Town
Everton - AFC Bournemouth eða Boreham Wood