Birkir og Balotelli á skotskónum

Birkir Bjarnason gerir það gott í Tyrklandi.
Birkir Bjarnason gerir það gott í Tyrklandi. mbl.is/Unnur Karen

Birkir Bjarnason og Mario Balotelli áttu báðir stórleik þegar lið þeirra Adana Demirspor vann góðan 3:1-útisigur á Caykur Rizespor í tyrknesku 1. deildinni í knattspyrnu karla í dag.

Birkir kom Adana yfir strax á 27. mínútu áður en Balotelli tvöfaldaldaði forystuna skömmu síðar.

Í síðari hálfleik skoraði Balotelli annað mark sitt og þriðja mark Adana.

Yusuf Sari minnkaði muninn fyrir Caykur á 80. mínútu áður en Birkir virtist vera að skora annað mark sitt á sjöundu mínútu uppbótartíma.

Eftir athugun í VAR var annað mark Birkis og fjórða mark Adana hins vegar dæmt af og lokatölur því 3:1.

Með sigrinum er Adana komið upp í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert