Bayern München vann sannfærandi 4:0-heimasigur á Sand í efstu deild Þýskalands í fótbolta í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern og hún lagði upp fyrsta markið og skoraði það síðasta.
Karólína Vilhjálmsdóttir kom inn á hjá liðinu á 74. mínútu en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var varamarkvörður Bayern í leiknum.
Bayern er í öðru sæti með 31 stig, stigi á eftir Sveindísi Jane Jónsdóttur og Wolfsburg.