Hólmbert frá Þýskalandi til Noregs

Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn til Lilleström.
Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn til Lilleström. Ljósmynd/Lilleström

Knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson gekk í kvöld í raðir Lillestrøm í Noregi frá Holstein Kiel í Þýskalandi að láni út komandi leiktíð í Noregi. Lillestrøm leikur í efstu deild norska fótboltans.

„Lillestrøm er stórt og þekkt félag á Íslandi. Það hafa margir Íslendingar spilað með Lillestrøm og gert vel. Þegar ég heyrði af áhuga Lillestrøm var þetta fljótt að gerast og ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ er haft eftir Hólmberti á heimasíðu félagsins.

Hólm­bert sló á sín­um tíma í gegn með Álasundi í Nor­egi þar sem hann skoraði t.a.m. 20 mörk í 30 deild­ar­leikj­um í B-deild­inni árið 2018 og 11 mörk í 15 leikj­um í efstu deild árið 2020. Hólm­bert hef­ur leikið sex A-lands­leiki fyr­ir Ísland og skorað í þeim tvö mörk. 

Framherjinn kom til Hol­stein Kiel frá Brescia á Ítalíu fyr­ir þessa leiktíð en hef­ur aðeins spilað fjóra deild­ar­leiki og einn bikarleik á leiktíðinni í Þýskalandi. Hann hefur leikið 91 leik í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim 27 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert