Messi skoraði í stórsigri

Kylian Mbappé og Lionel Messi fagna í kvöld.
Kylian Mbappé og Lionel Messi fagna í kvöld. AFP

París SG vann sannfærandi 5:1-útisigur á Frakklandsmeisturum Lille í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Danilo Pereira kom PSG yfir á 10. mínútu en Sven Botman, sem var orðaður við Newcastle í síðasta mánuði, jafnaði á 28. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var Presnel Kimpembe búinn að koma PSG aftur yfir.

Lionel Messi bætti við þriðja markinu á 38. mínútu með aðeins sínu öðru deildarmarki á leiktíðinni í 13. leiknum. Pereira bætti við sínu öðru marki og fjórða marki PSG á 51. mínútu og Kylian Mbappé gulltryggði þægilegan sigur á 67. mínútu.

PSG er í toppsætinu með 56 stig eftir 23 leiki. Marseille er í öðru með 43 og Nice í þriðja með 42. Lille er í 11. sæti með 32 stig og hefur titilvörnin reynst erfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert