Sverrir hóf endurkomuna

Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark PAOK.
Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark PAOK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

PAOK hafði betur gegn Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 2:1.

Sverrir Ingi Ingason er kominn á fullt aftur með PAOK eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum og hann skoraði fyrra mark PAOK er hann jafnaði í 1:1 á 77. mínútu.

Miðvörðurinn hefur nú skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum en hann nældi sér einnig í gult spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

PAOK er í öðru sæti deildarinnar með 44 stig, níu stigum á eftir toppliði Olympiacos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert