Svisslendingurinn á leið til Bandaríkjanna

Xherdan Shaqiri hefur ekki náð að festa sig í sessi …
Xherdan Shaqiri hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Lyon. AFP

Svissneski knattspyrnumaðurinn Xherdan Shaqiri er á leið til Chicago Fire í Bandaríkjunum. Liðið hafnaði í 22. sæti af 27 liðum í bandarísku atvinnumannadeildinni á síðustu leiktíð.

Shaqiri, sem er þrítugur, hefur leikið með Lyon síðan hann yfirgaf Liverpool á síðasta ári. Hann hefur hinsvegar ekki átt fast sæti í liði Lyon og aðeins komið við sögu í ellefu leikjum í frönsku 1. deildinni á tímabilinu.

Shaqiri lék á sínum tíma 45 deildarleiki með Liverpool og skoraði í þeim sjö mörk. Þar á undan lék hann með stórliðum á borð við Inter Milano og Bayern München.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert