María Catharina Ólafsdóttir Gros heldur áfram að gera góða hluti með skoska liðinu Celtic en hún átti góðan leik er liðið vann 2:0-útisigur á Spartans í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
María skoraði fyrsta mark leiksins á 36. mínútu og lék fyrstu 85. mínúturnar. Hún hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu og skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum.
Celtic er í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum á eftir erkifjendunum í Rangers.