Dagný Brynjarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður West Ham hefur verið tilnefnd í kosningu Samtaka atvinnuknattspyrnufólks á leikmanni janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Dagný er ein af sex leikmönnum sem koma til greina í kosningunni en hinar eru Lauren Hemp og Georgia Stanway frá Manchester City, Leah Galton frá Manchester United og þær Natasha Dowie og Emma Harries, leikmenn Reading.
Það er stuðningsfólkið sem kýs leikmann mánaðarins á vefsíðunni 90min.com.