Frá Bayern til Dortmund

Niklas Süle (t.h.) í baráttu við Mahmoud Dahoud í leik …
Niklas Süle (t.h.) í baráttu við Mahmoud Dahoud í leik Bayern München og Borussia Dortmund árið 2019. AFP

Þýska knattspyrnuliðið Borussia Dortmund hefur tilkynnt að það sé búið að semja við miðvörðinn sterka Niklas Süle. Gengur hann til liðs við félagið á frjálsri sölu í sumar frá Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Samningaviðræður Süle við Bayern sigldu í strand og því ákvað hann að róa á önnur mið. Semur hann við Dortmund til fjögurra ára, til sumarsins 2026.

Süle, sem er 26 ára gamall, gekk til liðs við Bæjara frá Hoffenheim sumarið 2017 og hefur síðan þá leikið 105 deildarleiki fyrir liðið.

Hann á 37 landsleiki að baki fyrir Þýskaland og hefur skorað í þeim eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert