Óhætt er að segja að senegalska þjóðin sé ánægð með karlalandslið sitt í knattspyrnu eftir að það tryggði sér sigur á Afríkumótinu í Kamerún í gærkvöldi með því að vinna Egyptaland í vítaspyrnukeppni.
Sigurinn var sögulegur fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta skiptið í sögunni sem Senegal vinnur Afríkumótið.
Leikmenn og starfslið landsliðsins lentu í Dakar, höfuðborg Senegal, í dag og létu móttökurnar ekki á sér standa.
Édouard Mendy, markvörður Senegal og enska félagsins Chelsea, birti myndskeið á Instagramaðgangi sínum þar sem sjá má himinlifandi Senegala fagna leikmönnum:
Unbelievable scenes 🤯
— ESPN FC (@ESPNFC) February 7, 2022
Senegal welcome the AFCON champions 🇸🇳👏
(via edou_mendy/IG) pic.twitter.com/1iNfUE4o9T