Mané valinn bestur

Sadio Mané tryggði Senegal sigur í gær.
Sadio Mané tryggði Senegal sigur í gær. AFP

Knattspyrnumaðurinn Sadio Mané var útnefndur besti leikmaður Afríkumótsins sem lauk í Kamerún í gær.

Mané tryggði Senegal sigur gegn Egyptalandi í úrslitaleik í Yaoundé í gær en hann skoraði úr fimmtu og síðustu spyrnu Senegal í vítakeppninni eftir að staðan var markalaus eftir bæði venjulegan leiktíma og framlengdan leik.

Sóknarmaðurinn, sem er 29 ára gamall og samningsbundinn Liverpool á Englandi, skoraði þrjú mörk á mótinu í ár og lagði upp tvö til viðbótar fyrir liðsfélaga sína.

Þetta var jafnframt í fyrsta sinn í síðan keppnin fór fram árið 1957 sem Senegal fagnar sigri í henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert