Vlatko Andonovski, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið 23 manna hóp fyrir SheBelieves Cup, alþjóðlega mótið sem Íslands tekur þátt í dagana 17. til 23. febrúar í Kaliforníu og Texas.
Ísland og Bandaríkin mætast þá í síðustu umferð mótsins í Frisco í Texas aðfaranótt 24. febrúar, að íslenskum tíma, en hafa áður mætt Nýja-Sjálandi og Tékklandi.
Í bandaríska liðinu eru þrautreyndir leikmenn eins og Becky Sauerbrunn sem mun spila sinn 200. landsleik í fyrstu umferð mótsins, Kelley O'Hara og Lindsey Horan sem eiga líka á annað hundrað landsleiki að baki.
Hinsvegar eru nokkrar af þeim reyndustu eins og Alex Morgan, Megan Rapinoe, Tobin Heath og Christen Press ekki í hópnum. Fram kom í tilkynningu bandaríska knattspyrnusambandsins að mótið ætti að undirbúa bandaríska liðið fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins og næstu Ólympíuleika.
Allar nema tvær í hópnum leika með bandarískum liðum en hinar eru Lindsey Horan og Catarina Macario, samherjar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon í Frakklandi.
Hópurinn er þannig skipaður:
MARKVERÐIR: Aubrey Kingsbury (Washington Spirit), Casey Murphy (North Carolina Courage), Alyssa Naeher (Chicago Red Stars)
VARNARMENN: Alana Cook (OL Reign), Abby Dahlkemper (San Diego Wave FC), Tierna Davidson (Chicago Red Stars), Emily Fox (Racing Louisville FC), Sofia Huerta (OL Reign), Kelley O’Hara (Washington Spirit), Emily Sonnett (Washington Spirit), Becky Sauerbrunn (Portland Thorns FC)
TENGILIÐIR: Morgan Gautrat (Chicago Red Stars), Lindsey Horan (Olympique Lyonnais, FRA), Rose Lavelle (OL Reign), Catarina Macario (Olympique Lyonnais, FRA), Kristie Mewis (NJ/NY Gotham FC), Ashley Sanchez (Washington Spirit), Andi Sullivan (Washington Spirit)
FRAMHERJAR: Ashley Hatch (Washington Spirit), Mallory Pugh (Chicago Red Stars), Margaret Purce (NJ/NY Gotham FC), Sophia Smith (Portland Thorns FC), Lynn Williams (Kansas City Current)