Tvö mörk í þrettán leikjum hjá Messi

Lionel Messi átti einn sinn besta leik í búningi París …
Lionel Messi átti einn sinn besta leik í búningi París SG í gær. AFP

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hefur átt erfitt uppdráttar hjá París SG í frönsku 1. deildinni það sem af er tímabili.

Messi, sem er 34 ára gamall, gekk til liðs við París SG frá Barcelona í sumar en hann lék 778 leiki fyrir Barcelona þar sem hann skoraði 672 mörk og lagði upp önnur 303.

Hann hefur hins vegar ekki náð að sýna sitt rétta andlit í Frakklandi og hefur aðeins skorað tvö mörk í þrettán leikjum í frönsku 1. deildinni á tímabilinu. Hann hefur hins vegar lagt upp sex mörk í deildinni til þessa.

Hann hefur hins vegar spilað vel fyrir París SG í Meistaradeildinni og skorað fimm mörk í fimm leikjum þar.

Af þessum þrettán leikjum hefur hann byrjað ellefu þeirra en hann var á skotskónum í gær þegar París SG vann öruggan 5:1-sigur gegn Frakklandsmeisturum Lille á útivelli.

Messi var útnefndur maður leiksins fyrir frammistöðu sína gegn Lille en París SG er með 56 stig í toppi frönsku deildarinnar og hefur 13 stiga forskot á Marseille.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert