Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er hægt og rólega að koma sér af stað aftur eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári.
Sara, sem er 31 árs gömul, er samningsbundin Lyon í Frakklandi en hún snéri aftur til Frakklands í byrjun janúar eftir að hafa dvalið hér á landi frá því síðasta vor.
Hún snéri aftur til æfinga hjá franska félaginu um miðjan janúarmánuð og hefur æfingaálagið aukist hægt og rólega síðastliðnar vikur.
Sara hefur áður gefið það út að hún ætli sér að vera klár í slaginn þegar Evrópumótið 2022 fer af stað í júlí á Englandi þar sem íslenska liðið verður á meðal þátttakenda.
„Á réttri leið,“ skrifað Sara Björk á færslu sem hún birti á Twitter.
Getting there 💪🏼🙏🏽🔜 https://t.co/VRcHDL1BHF
— Sara Björk (@sarabjork18) February 7, 2022