AC Milan sló Lazio úr leik

Olivier Giroud fagnar öðru marki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Olivier Giroud fagnar öðru marki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Olivier Giroud skoraði tvívegis fyrir AC Milan þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu með stórsigri gegn Lazio á heimavelli í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Leiknum lauk með 4:0-sigri AC Milan en Rafael Leo kom AC Milan á 24. mínútu áður en Giroud skoraði tvíegis með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiks.

Franck Kessie innsiglaði svo sigur AC Milan í síðari hálfleik en AC Milan mætir Inter Mílanó í undanúrslitum keppninnar. Fyrri viðureign liðanna fer fram 1. mars og sú síðari hinn 19. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert