Olivier Giroud skoraði tvívegis fyrir AC Milan þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu með stórsigri gegn Lazio á heimavelli í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld.
Leiknum lauk með 4:0-sigri AC Milan en Rafael Leo kom AC Milan á 24. mínútu áður en Giroud skoraði tvíegis með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiks.
Franck Kessie innsiglaði svo sigur AC Milan í síðari hálfleik en AC Milan mætir Inter Mílanó í undanúrslitum keppninnar. Fyrri viðureign liðanna fer fram 1. mars og sú síðari hinn 19. apríl.