Glæsimark hjá Diljá (myndskeið)

Diljá Ýr Zomers í leik með Häcken.
Diljá Ýr Zomers í leik með Häcken. Ljósmynd/Häcken

Diljá Ýr Zomers skoraði stórglæsilegt mark fyrir sænska liðið Häcken þegar það mætti Brann frá Noregi í æfingaleik á Spáni í vikunni.

Það reyndist eina mark Svíanna sem biðu lægri hlut, 1:2, en með Brann leika Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskonur í knattspyrnu. Diljá er að hefja sitt annað tímabil með Häcken, sem hafnaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, en hún kom til félagsins frá Val.

Mark Diljár var af dýrari gerðinni og má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert