Lukaku skaut Chelsea í úrslitaleikinn

Romelu Lukaku fagnar marki sínu í dag.
Romelu Lukaku fagnar marki sínu í dag. AFP

Romelu Lukaku reyndist hetja Chelsea þegar liðið mætti Al-Hilal frá Sádí-Arabíu í undanúrslitum heimsbikars félagsliða í knattspyrnu á Mohammed Bin Zayed-vellinum í Abú Dabí í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Chelsea en Lukaku skoraði sigurmark leiksins á 32. mínútu.

Kai Havertz fór þá lla með varnarmenn Al-Hilal, átti sendingu fyrir markið, og Lukaku var réttur maður á réttum stað og skoraði af öryggi af stuttu færi.

Chelsea mætir Palmeiras frá Brasilíu í úrslitalek á Mohammed Bin Zayed-vellinum í Abú Dabí á laugardag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert