Fiorentina og Juventus mætast í undanúrslitum

Paulo Dybala skoraði mark Juventus í kvöld.
Paulo Dybala skoraði mark Juventus í kvöld. AFP

Juventus og Fiorentina tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Juventus vann 2:1-sigur gegn Sassuolo í Tórínó þar sem sjálfsmark Ruan Tressoldi réði úrslitum en Paulo Dybala kom Juventus yfir í leiknum strax á 3. mínútu.

Þá kom Fiorentina til baka gegn Atalanta í Bergamo eftir að hafa lent 1:2-undir en Krzystof Piatek jafnaði metin á 71. mínútu áður en Nikola Milenkovic skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma og lokatölur 3:2, Fiorentina í vil.

Fiorentina og Juventus mætast í undanúrslitum keppninnar dagana 1. mars og 19. apríl en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast nágrannaliðin AC Milan og Inter Mílanó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert