Ísak Bergmann Jóhannesson átti stóran þátt í sigri Köbenhavn þegar liðið vann sigur gegn Breiðabliki á æfingamótinu Atlantic Cup á Algerve í Portúgal í dag.
Leiknum lauk með 4:3-sigri Köbenhavn en Ísak Bergmann skoraði tvívegis í leiknum og kom sínu liði í 4:2 á 83. mínútu.
Gísli Eyjólfsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu sitt hvort markið fyrir Breiðablik í fyrri hálfleik.
Köbenhavn jafnaði metin um miðjan síðari hálfleikinn í 2:2 áður en Ísak Bergmann bætti við tveimur mörkum til viðbótar.
Kristinn Steindórsson minnkaði muninn fyrir Blika á 89. mínútu en lengra komst Kópavogsliðið ekki.
Þeir Ísak Bergmann og Orri Steinn Óskarsson léku báðir allan leikinn fyrir Köbenhavn en Orri Hrafn er sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.