Ísak skoraði tvívegis gegn Breiðabliki

Ísak Bergmann Jóhannesson reyndist Breiðabliki erfiður viðureignar.
Ísak Bergmann Jóhannesson reyndist Breiðabliki erfiður viðureignar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísak Bergmann Jóhannesson átti stóran þátt í sigri Köbenhavn þegar liðið vann sigur gegn Breiðabliki á æfingamótinu Atlantic Cup á Algerve í Portúgal í dag. 

Leiknum lauk með 4:3-sigri Köbenhavn en Ísak Bergmann skoraði tvívegis í leiknum og kom sínu liði í 4:2 á 83. mínútu.

Gísli Eyjólfsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu sitt hvort markið fyrir Breiðablik í fyrri hálfleik.

Köbenhavn jafnaði metin um miðjan síðari hálfleikinn í 2:2 áður en Ísak Bergmann bætti við tveimur mörkum til viðbótar.

Kristinn Steindórsson minnkaði muninn fyrir Blika á 89. mínútu en lengra komst Kópavogsliðið ekki.

Þeir Ísak Bergmann og Orri Steinn Óskarsson léku báðir allan leikinn fyrir Köbenhavn en Orri Hrafn er sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka