Mbappé hetjan í París

Lionel Messi og Kylian Mbappe fagna sigurmarki þess síðarnefnda í …
Lionel Messi og Kylian Mbappe fagna sigurmarki þess síðarnefnda í kvöld. AFP

Kylian Mbappé reyndist hetja París SG þegar liðið vann nauman sigur gegn Rennes í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í París í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri París SG en Mbappé skoraði sigurmark Parísarliðsins þegar langt var liðið á uppbótartíma síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Lionel Messi.

París SG er í festa sæti deildarinnar með 59 stig og hefur 16 stiga forskot á Marseille sem er í öðru sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka