Alfreð á skotskónum í tapi

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Ljósmynd/Augsburg

Alfreð Finnbogason skoraði fyrir Augsburg í 3:2 tapi gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Kouadio Koné kom Gladbach yfir eftir hálftíma leik gegn Augsburg áður en Jonas Hofmann tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Tæpum tíu mínútum síðar minnkaði Iago muninn fyrir Augsburg en Ramy Bensebaini gerði þriðja mark Gladbach á 67. mínútu. Þá var Alfreð settur inn á en hann minnkaði muninn í uppbótartíma.

Augsburg er í mikilli baráttu í kringum fallsætin en liðið er sem stendur í 16. sæti með 22 stig eftir jafn marga leiki. Gladbach eru í 13. sæti með fjórum stigum meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka