Oliver lánaður til uppeldisfélagsins

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA og Oliver Stefánsson.
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA og Oliver Stefánsson. Ljósmynd/ÍA

Knattspyrnudeild ÍA og Oliver Stefánsson hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn leiki með liðinu á komandi tímabili að láni frá Norrköping í Svíþjóð. 

Oliver, sem er uppalinn Skagamaður, hefur verið hjá Norrköping frá árinu 2019. Hann hefur hinsvegar mikið glímt við meiðsli og aðeins leikið sex mínútur með liðinu í sænska bikarnum.

Hinn 19 ára gamli Oliver lék einn leik með ÍA í 1. deildinni árið 2018, þegar hann var aðeins 15 ára, áður en hann hélt til Svíþjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka