Óvænt tap meistaranna

Cristian Gamboa og Gerrit Holtmann fagna marki þess fyrrnefnda í …
Cristian Gamboa og Gerrit Holtmann fagna marki þess fyrrnefnda í dag. AFP

Bochum vann óvæntan 4:2 sigur gegn meisturum Bayern München í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Robert Lewandowski kom gestunum í Bayern yfir strax á níundu mínutu en heimamenn svöruðu með fjórum mörkum fyrir hálfleik. Á 14. mínútu jafnaði Christopher Antwi-Adjei en á sex mínútuna kafla sem hófst á 38. mínútu komu þrjú mörk til viðbótar. Fyrst skoraði Jürgen Locadia úr vítaspyrnu, svo bætti Cristian Gamboa við marki og að lokum skoraði Gerrit Holtmann glæsilegt mark. 

Staðan í hálfleik var því 4:1 en þegar korter var eftir af leiknum minnkaði Lewandowski muninn með öðru marki sínu.

Bayern er enn á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið en liðið virðist vera afgerandi besta lið deildarinnar. Bochum lyfti sér upp í 11. sæti deildarinnar með sigrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka