Viðar fer til Búdapest

Viðar Ari Jónsson í leik með Sandefjord.
Viðar Ari Jónsson í leik með Sandefjord. Ljósmynd/Sandefjord

Knattspyrnumaðurinn Viðar Ari Jónsson er að ganga í raðir Honvéd frá Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Hann skrifar undir eins og hálfs árs samning við félagið eftir helgi.

Fótbolti.net greinir frá. Viðar hefur leikið með Sandefjord í Noregi frá árinu 2019 en hefur einnig leikið með Brann þar í landi. Viðar, sem getur bæði leikið sem bakvörður og kantmaður, er uppalinn í Fjölni og hefur einnig leikið með FH hér á landi.

Leikmaðurinn átti afar gott síðasta tímabil með Sandefjord þar sem hann skoraði 11 mörk í 29 leikjum, en hann hafði fyrir tímabilið mest skorað tvö mörk á einni leiktíð í norska boltanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka