Emil byrjaður að æfa eftir hjartastopp

Emil Pálsson er samningsbundinn Sarpsborg í Noregi.
Emil Pálsson er samningsbundinn Sarpsborg í Noregi. Ljósmynd/Sarpsborg

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson er byrjaður að æfa fótbolta á nýjan leik eftir að hafa farið í hjartastopp hinn 1. nóvember síðastliðinn í leik í norsku B-deildinni.

Miðjumaðurinn var endurlífgaður á knattspyrnuvellinum í leik Sogndal og Stjördals-Blink í norsku B-deildinni en hann var látinn í um fjórar mínútur.

Hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Sogndal en er samningsbundinn norska úrvalsdeildarliðinu Sarpsborg og tók hann þátt í æfingu liðsins á Spáni í gær.

Sarpsborg undirbýr sig nú fyrir komandi keppnistímabil í norsku úrvalsdeildinni en tímabilið hefst hinn 2. apríl.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert