Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson er byrjaður að æfa fótbolta á nýjan leik eftir að hafa farið í hjartastopp hinn 1. nóvember síðastliðinn í leik í norsku B-deildinni.
Miðjumaðurinn var endurlífgaður á knattspyrnuvellinum í leik Sogndal og Stjördals-Blink í norsku B-deildinni en hann var látinn í um fjórar mínútur.
Hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Sogndal en er samningsbundinn norska úrvalsdeildarliðinu Sarpsborg og tók hann þátt í æfingu liðsins á Spáni í gær.
Sarpsborg undirbýr sig nú fyrir komandi keppnistímabil í norsku úrvalsdeildinni en tímabilið hefst hinn 2. apríl.
Ekte glede når Emil Pálsson har sine første touch på ball siden hjertestansen. Pálsson er på plass i Spania med resten av Sarpsborg 0&-laget. pic.twitter.com/f60beUEPcr
— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) February 13, 2022