Jafntefli í mikilvægum leik

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Ljósmynd/Robert Spasovski

Baráttan um sæti í Evrópukeppnum harðnar í tyrknesku knattspyrnunni en Adana Demirspor gerði í kvöld jafntefli 1:1 á heimavelli gegn hinu gamalkunna liði Besiktas. 

Besiktas gat komist upp að hlið Adana Demirspor sem er með 41 stig og tókst að halda Besiktas þremur stigum fyrir aftan. Trabzonspor virðist eiga svo gott sem greiða leið að titlinum úr þessu en liðið er með 60 stig í efsta sæti. Þá kemur Konyaspor með 48 stig. 

Staðan þar fyrir neðan er hins vegar mjög spennandi því þrjú lið eru með 40 stig eða stigi minna en Adana Demirspor. Basaksehir, Alanyaspor og Fenerbache eru með 40 stig. Gamla stórveldið Galatasaray má muna sinn fífil fegurri og er í 13. sæti með 29 stig. 

Birkir Bjarnason voru saman í framlínu Adana Demirspor í kvöld en það skilaði ekki marki í þetta skiptið. Birkir lék fyrstu 66 mínúturnar í leiknum. Miðvörðurinn Samet Akaydin skoraði jöfnunarmark Íslendingaliðsins þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma. Hann skoraði aftur á sjöttu mínútu í uppbótartímanum en það mark var dæmt af með hjálp VAR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert