Heimir á leið til Katar á ný?

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Ljósmynd/Al-Arabi

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur verið án starfs síðan hann lét af störfum hjá katarska 1. deildarliðinu Al-Arabi síðastliðið sumar.

Nú gæti Heimir hins vegar verið að snúa aftur í katörsku deildina.

Mitch Freeley, sem starfar hjá katörsku sjónvarpsstöðinni beIN Sports, segir Heimi áhugasaman um það og nefnir í því samhengi lið Al-Rayyan, sem réði á dögunum Sílemanninn Nicolás Córdova til þess að stýra liðinu út keppnistímabilið í kjölfar þess að Frakkinn Laurent Blanc var rekinn.

Heimir hafnaði á dögunum tilboði B-deildarliðs Vestra hér á landi um að taka við sem aðalþjálfari þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert