Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það komi sér ekkert á óvart að hvorki Mohamed Salah og Sadio Mané hafi þurft á nokkurri hvíld að halda eftir langa og stranga þátttöku þeirra á Afríkumótinu í Kamerún.
Báðir fóru þeir alla leið í úrslitaleikinn og tóku þátt í framlengingum og vítaspyrnukeppnum. Mané og félagar í Senegal höfðu betur gegn Salah og félögum í Egyptalandi í vítaspyrnukeppni í úrslitunum sunnudagskvöldið 6. janúar.
„Hvorugur þeirra snertir dropa af áfengi, sem er það sem kemur í veg fyrir endurheimt eftir að þú vinnur eitthvað. Þeir voru klárir í slaginn daginn eftir leikinn.
Báðir leikmenn eru náttúruundur. Þeir jafna sig einstaklega hratt. Ég er ekki vitund hissa á því,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.
Salah hefur þegar tekið þátt í tveimur leikjum með Liverpool í kjölfar þess að hann spilaði manna mest á Afríkumótinu og Mané einum.
Báðir eru þeir klárir í slaginn líkt og allir aðrir leikmenn Liverpool þegar liðið sækir Ítalíumeistara Inter heim í fyrri leik þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.