Norska meistaraliðið Bodö/Glimt lætur sér fátt fyrir brjósti brenna í fótboltanum um þessar mundir skellti í kvöld skoska stórliðinu Celtic í Glasgow í Sambandsdeild Evrópu.
Bodö/Glímt sigraði 3:1 en um var að ræða fyrri leik liðanna í 24-liða úrslitum keppninnar og eiga liðin því eftir að mætast í Noregi.
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Bodö/Glimt og kvöldið verður honum væntanlega eftirminnilegt.
Runar Espejord og Amahl Pellegrino komu norsku meisturunum í 2:0. Daizen Maeda minnkaði muninn fyrir Celtic en Hugo Vetlesen svaraði að bragði fyrir Bodö/Glimt.
Í myndskeiðinu fyrir neðan má sjá Alfons og félaga fagna ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum Bodö/Glimt á Celtic Park.
Takk for støtten! 💛 God natt, Nordland! ✨ pic.twitter.com/EguEnxg2LR
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) February 17, 2022