Alfons fagnaði sigri á Celtic Park (myndskeið)

Alfons Sampsted í sigurleik Bodö/Glimt gegn Val í undankeppni Meistaradeildarinnar …
Alfons Sampsted í sigurleik Bodö/Glimt gegn Val í undankeppni Meistaradeildarinnar síðasta sumar en þar hófst sigurganga norska liðsins í Evrópumótunum á þessu tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Norska meistaraliðið Bodö/Glimt lætur sér fátt fyrir brjósti brenna í fótboltanum um þessar mundir skellti í kvöld skoska stórliðinu Celtic í Glasgow í Sambandsdeild Evrópu. 

Bodö/Glímt sigraði 3:1 en um var að ræða fyrri leik liðanna í 24-liða úrslitum keppninnar og eiga liðin því eftir að mætast í Noregi. 

Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Bodö/Glimt og kvöldið verður honum væntanlega eftirminnilegt. 

Runar Espejord og Amahl Pellegrino komu norsku meisturunum í 2:0. Daizen Maeda minnkaði muninn fyrir Celtic en Hugo Vetlesen svaraði að bragði fyrir Bodö/Glimt.

Í myndskeiðinu fyrir neðan má sjá Alfons og félaga fagna ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum Bodö/Glimt á Celtic Park.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert