Elías hélt hreinu gegn Grikkjunum

Elías Rafn Ólafsson var með allt á hreinu í Danmörku …
Elías Rafn Ólafsson var með allt á hreinu í Danmörku í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska liðið Midtjylland hafði betur gegn PAOK frá Grikklandi 1:0 í fyrri leik liðanna í 24-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. 

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hélt marki Midtjylland hreinu og Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK. 

Liðin eiga eftir að mætast á ný í Grikklandi. 

Þremur öðrum leikjum er lokið í 24-liða úrslitunum í kvöld. Fenerbache tapaði á heimavelli í  Tyrklandi gegn Slavia Prag frá Tékklandi, 2:3, PSV Eindhoven lagði Maccabi Tel Aviv frá Ísrael, 1:0, í Hollandi og Rapid Vín vann 2:1 heimasigur í Austurríki gegn Vitesse frá Hollandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert