Sergio Agüero, argentínski knattspyrnumaðurinn sem lagði skóna á hilluna í vetur, kveðst hneykslaður á umfjöllun franskra fjölmiðla um landa sinn Lionel Messi eftir leik París SG og Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.
Messi mistókst þá að skora úr vítaspyrnu og fékk slæma dóma í frönskum fjölmiðlum eftir 1:0 sigur PSG í leiknum. Agüero er óhress með það og kveðst hafa hafnað viðtali við franskt tímarit til að mótmæla framkomunni í garð vinar síns.
„Leo spilaði vel, hann var góður. Ég segi þetta ekki bara vegna þess að hann er vinur minn, hann var virkilega góður og mjög iðinn. Synd hvernig vítaspyrnan fór en eftir það stóð hann sig mjög vel. En í Frakklandi hafa tímaritin og dagblöðin slátrað honum. Ég var á leið í viðtal við fransk tímarit en hafnaði því vegna þess hvernig þeir komu fram við Messi," skrifaði Agüero á samfélagsmiðla.