Fjórir Íslendingar komu við sögu þegar SönderjyskE og AGF mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar í kvöld.
AGF vann 3:2 útisigur og skoraði Jón Dagur Þorsteinsson og jafnaði þá 2:2 fyrir AGF. Mikael Anderson kom inn á sem varamaður hjá AGF á 57. mínútu.
Kristófer Ingi Kristinsson og Atli Barkarson byrjuðu báðir inn á hjá SönderjyskE og léku fyrstu 79 mínúturnar.
AGF er með 24 stig eftir átján leiki í 7. sæti en SönderjyskE er með 10 stig eftir atján leiki í 11. sæti.