Þegar Valsmenn töpuðu öllum fjórum Evrópuleikjum sínum í fótboltanum síðasta sumar þótti það ekkert sérstök frammistaða.
Þeir biðu lægri hlut fyrir Dinamo Zagreb frá Króatíu, 2:3 og 0:2, og töpuðu síðan tvisvar 0:3 fyrir Bodö/Glimt frá Noregi.
Þessir leikir fóru allir fram í júlí en núna í febrúar eru bæði þessi lið, Dinamo Zagreb og Bodö/Glimt enn með í Evrópumótunum, í útsláttarkeppni Evrópudeildar og Sambandsdeildar.
Ævintýri Bodö/Glimt er magnað. Liðið er frá 50 þúsund manna bæ í norðanverðum Noregi, skammt norðan við heimskautsbauginn, og er því með heimavöll norðar en Grímsey.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag