AC Milan missti af mikilvægum stigum í toppbaráttu ítölsku A-deildarinnar í fótbolta í kvöld er liðið gerði 2:2-jafntefli á útivelli gegn botnliði Salernitana.
Junior Messias skoraði fyrsta markið fyrir AC Milan eftir aðeins fimm mínútur og stefndi í þægilegt kvöld fyrir toppliðið.
Svo reyndist ekki vera því Federico Bonazzoli jafnaði á 29. mínútu og Milan Ðuric kom Salernitana yfir á 72. mínútu. Fimm mínútum síðar jafnaði Ante Rebec og þar við sat.
AC Milan er áfram í toppsætinu með 56 stig en grannarnir í Inter Mílanó eru í öðru sæti með 54 stig og með tvo leiki til góða. Napólí er í þriðja með 53 stig.