Real Madrid vann 3:0-heimasigur á Alavés í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Öll mörkin komu í seinni hálfleik.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Marco Asensio fyrsta markið á 63. mínútu. Vinícius Júnior tvöfaldaði forskotið á 80. mínútu og Karim Benzema gulltryggði 3:0-sigur með marki úr víti í uppbótartíma.
Grannarnir í Atlético Madrid unnu 3:0-útisigur á Osasuna. Joao Felix, Luiz Suárez og Ángel Correa gerðu mörkin í sannfærandi sigri.
Real Madrid er í toppsætinu með 57 stig, sjö stigum meira en Sevilla í öðru sæti. Real Betis er í þriðja með 43 stig og Atlético í fjórða með 42.