Reiður Mourinho fékk rautt spjald

José Mourinho fylgist með liði sínu á hliðarlínunni.
José Mourinho fylgist með liði sínu á hliðarlínunni. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma á Ítalíu, fékk rautt spjald á hliðarlínunni undir lok leiks Roma og Verona í ítölsku A-deildinni í gær.

Verona komst í 2:0 í fyrri hálfleik en Roma jafnaði í seinni hálfleik með mörkum frá Cristian Volpato og Edoardo Bove, en þeir byrjuðu báðir á varamannabekknum.

Dómari leiksins bætti við fjórum mínútum í lokin, en uppbótartíminn átti að vera lengri að mati Mourinho. Portúgalinn lét dómarann heyra það með þeim afleiðingum að rauða spjaldið fór á loft og Mourinho gat ekki fylgst með mínútunum fjórum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert